Erlent

Breski Verkamannaflokkurinn verst ásökunum um fjármálasvik

Gordon Brown er undir miklum þrýstingi þessa dagana.
Gordon Brown er undir miklum þrýstingi þessa dagana.
Stjórnarandstæðingar í Bretlandi þrýsta nú mikið á að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, fái lögregluaðstoð til að kanna ásakanir um fjársterkir aðilar hafi styrkt Verkamannaflokkinn með ólögmætum hætti.

Brown varðist árásum frá andstæðingum sínum í gær, en þeir segjast efast um að hann valdi starfi sínu. Vincent Cable, starfandi formaður frjálslyndra demókrata, sagði í gær að Brown líktist Stalín sífellt minna í stjórnarathöfnum sínum en hann væri farinn að minna meira á Mr. Bean.

Brown vísar ásökunum um slælega stjórnarhætti á bug og segir að Verkamannaflokkurinn muni láta lögreglu og kjörnefnd rannsaka fjármál flokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×