Erlent

Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Lundúnum

Lögreglumenn gæta öryggis við Woolwich Crown dómhúsið í Lundúnum þar sem réttarhöldin fara fram.
Lögreglumenn gæta öryggis við Woolwich Crown dómhúsið í Lundúnum þar sem réttarhöldin fara fram. MYND/AP

Réttarhöld yfir sex öfgasinnuðum múslímum, sem sakaðir eru um að skipuleggja sjálfsmorðsárásir í Lundúnum í júlí árið 2005, hófust í borginni í morgun.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um morð og sprengingar þann 21. júlí 2005, tveimur vikum eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum sem kostuðu yfir 50 manns lífið. Munu þeir hafa ætlað að beina spjótum sínum að samgöngukerfi borgarinnar eins og gert var þann 7. júlí sama ár. Reiknað er mað réttarhöldin yfir sexmenningunum geti staðið í allt að fjóra mánuði en þeir neita allir sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×