Enski boltinn

Slúðrið á Englandi í dag

NordicPhotos/GettyImages

Bresku slúðurblöðin eru full af krassandi fréttum í dag enda eru liðin í ensku úrvalsdeildinni nú á fullu við að leita að nýjum leikmönnum. Daily Mirror segir þannig að Liverpool sé við það að gera 10 milljón punda tilboð í vængmanninn Flourent Malouda hjá Frakklandsmeisturum Lyon.

Mirror segir einnig að argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze vilji ólmur losna frá Manchester United og svo geti farið að hann nýti sér nýjar reglur og kaupi sig út úr samningi sínum við félagið. Heinze er sagður eftirsóttur af Real Madrid, Juventus og Villarreal.

Framherjinn David Healy hjá Leeds er á leið til Fulham fyrir eina milljón punda að mati The Sun. Tottenham mun bjóða framherjanum Dimitar Berbatov nýjan samning á næstu dögum, en hann hefur verið mikið eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi eftir frábært tímabil - Mirror.

Everton mun gera 3 milljón punda tilboð í varnarmanninn Frankie Simek hjá Sheffield Wednesday - Mirror. Portsmouth ætlar að gera 10,5 milljón punda tilboð í miðjumanninn Alou Diarra hjá Lyon og framherjann John Utaka hjá Rennes - Mirror.

Phil Jagielka hefur tjáð forráðamönnum Sheffield United eða hann vilji fara til Everton í sumar, en vitað er af áhuga þeirra bláu á leikmanninum. Nigel Reo-Coker hjá West Ham vill fara til Arsenal eða Manchester United - Guardian. Newcastle, Fulham, Reading og Wigan eru að berjast um að fá til sín varnarmanninn Sami Hyypia frá Liverpool.

Sam Allardyce er að reyna að fá til sín Tal Ben Haim sem hann stýrði þegar hann var hjá Bolton. Middlesbrough ætlar að kaupa Michael Brown frá Fulham ef liðinu tekst ekki að landa Joey Barton frá Manchester City - Mirror.

Ruud Gullit er sagður hafa áhuga á að taka við Manchester City - Mirror. Billy Davis er að hugsa um að hætta hjá Derby þrátt fyrir að hafa stýrt félaginu upp í úrvalsdeildina um síðustu helgi - ýmsir. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur skorað á forráðamenn félagsins að kaupa framherjann Michael Owen hjá Newcastle til Liverpool á ný- Telegraph. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×