Erlent

Segja súdönsk stjórnvöld ábyrg fyrir fjölda nauðgana og mannrána

Mannréttindastofnun sameinuðu þjóðanna salaði í dag vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Súdan um að hafa rænt og nauðgan fjölda kvenna og stúlkna í Darfúr héraði. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í dag hvetur hún stjórnöld í Súdan til að rannsaka fullyrðingar um að vígamennirnir hafi í árás á þorp Fur ættbálksins síðastliðinn desember, rænt fimmtíu konum og stúlkum, haldið þeim í mánuð og nauðgað ítrekað.

Skýrslan segir að stjórnvöld beri ábyrgð á atvikinu þar sem súdanski herinn studdi vígamennina í árásinni.

Talið er að um tvöhundruð þúsund hafi látist og tvær og hálf milljón manna þurft að flýja heimili sín í borgarastríðinu, sem hefur staðið frá því 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×