Erlent

Kafarar finna fórnarlamb brúarslyss

MYND/AFP

Lík þess síðasta sem saknað var eftir brúarslysið í Minneapolis í Bandaríkjunum í byrjun ágústmánaðar fannst á botni Mississippi fljótsins í gær. Alls létust því þrettán manns í slysinu. Það voru kafarar sem fundu lík mannsins.

Hafist verður handa við að fjarlægja rústirnar á næstu dögum en því verki var frestað á meðan leitað var að þeim sem var saknað. Ekki liggur þó fyrir hvenær ný brú verður reist.

Brúin í Minneapolis hrundi á hánnatíma í byrjun ágústmánaðar en talið er víst að burðarvirki hennar hafi verið úr sér gengið.

Rúmlega eitt hundrað manns slösuðust í slysinu og margir mjög alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×