Erlent

Danskir kennarar vilja nýta farsímatækni til kennslu

MYND/365

Danskir kennarar hafa nú gefist upp á því að reyna berjast gegn farsímanotkun nemenda sinna. Í stað þess að banna síma vilja margir kennarar nú að reyna nýta tækni símanna til uppfræða nemendur.

Er meðal annars bent á hægt sé að nota innbyggðar símamyndavéla og nettengingar til að gera kennsluna hreyfanlegri og í meiri snertingu við raunveruleikann. Þrír danskir háskólar vinna nú að sérstöku verkefni þar sem markmiðið er rannsaka notagildi farsíma í kennslu. Er vonast til þess að í framtíðinni geti símarnir hjálpað kennurum að fanga athygli nemenda í stað þess að eyðileggja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×