Erlent

Telja 180 námuverkamenn látna

Björgunarmenn að störfum.
Björgunarmenn að störfum. MYND/AFP

Björgunarmenn eru vonlitlir um að hægt verði að bjarga um 180 námaverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn.

Björgunaraðgerðir hafa nú staðið yfir í tæpa fimm sólarhringa en ekkert hefur spurst til mannanna. Er nú talið ólíklegt að þeir séu enn á lífi. Rúmlega tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði frá áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×