Erlent

Eyjaskeggar krefjast meiri aðgerða vegna loftlagsbreytinga

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sækir Bali-ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sækir Bali-ráðstefnuna fyrir hönd Íslands.

Fulltrúar lítilla eyríkja krefjast þess á Bali-ráðstefnunni að iðnríki gangi ennþá lengra til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar en þau hafa hingað til sýnt áhuga á að gera.

Formaður samtaka fjörutíu og þriggja eyríkja sagði í gær að jafnvel markmið Evrópusambandsins næðu ekki nógu langt. ESB - ásamt Íslandi og Noregi - hefur einsett sér að hlýnun verði ekki meir en tvær gráður á celsíus, miðað við hitastig fyrir upphaf iðnbyltingar.

En eyríkin segjast þegar verða vör við hækkandi haf og aukið veðurálag. Hætta sé á að jafnvel lítil hækkun sjávar geri sumar eyjur í Kyrrahafinu óíbúðarhæfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×