Erlent

Putin varar Bandaríkin við eldflaugakerfi

MYND/Reuters
Vladimir Putin forseti Rússlands segist ekki styðja áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Evrópu. Með því yrðu möguleikar Rússa til að bregðast við hernaðaruppbyggingu í nágrannalöndum sínum í Evrópu að engu. Putin lýsti þessu yfir við upphaf fundar með Condoleezzu Rice utanríkisráherra Bandaríkjanna og Robert Gates varnarmálaráðherra. Hann hvatti stjórnvöld í Washington til að þvinga ekki fram uppsetningu radars í Tékklandi og koma orrustuvélum fyrir í Póllandi. Rússar spurðu af hverju Bandaríkjamenn gætu ekki notast við viðvörunarradar Rússa í Azerbaijan. Þeir fengu þau svör að sá radar kæmi ekki til greina þar sem hann gæfi einungis möguleika á breiðri sýn, ekki á að fókusa á lítil svæði. Putin hótaði ennfremur að hætta við samkomulag um kjarnorkuflaugar sem hann sagði úrelt. Talið er að hann hafi átt við samkomulag um miðlægar kjarnaflaugar sem Mikail Gorbachev og Ronald Regan undirrituðu í Washington 1987. Þá virtist Putin hæðast að flugskeytavarnaráætlunum Bandaríkjanna þegar hann sagði að einn dag gætu löndin í sameiningu sett upp eldflaugavarnarkerfi á tunglinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×