Erlent

Þrír Finnar handteknir í Íran



Þrír Finnar eru í varðhaldi í Íran eftir að til þeirra sást á siglingu í íranskri lögsögu í Persaflóa um helgina. Utanríkisráðherra Finna segir við CNN að mennirnir hafi verið við veiðar og ekki vitað hvar þeir voru.

Þegar Mennirnir nálguðust eyjuna Abu Musa, sem er undir yfirráðum Irana og Sameinuðu arabísku furstadæmana, hafi íranskir hermenn séð til þeirra og handtekið þá.

Ekki hefur fengist samband við mennina en vonast er til að þeir verði leystir úr haldi sem fyrst. Sendiherra Finna í Iran, Heikki Puurunen, mun vona bráðar eiga fund við utanríkisráðherra Íran og ræða málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×