Erlent

Kaupmannahafnarlögreglan skráir klíkur

MYND/AP

Skrá yfir klíkufélaga, nafnlausar ábendingar til lögreglu og bann við akstri á veitingahúsagötum Kaupmannahafnar á næturnar er meðal hugmynda sem dómsmálayfirvöld í Danmörku eru að skoða til þess að reyna að stöðva uppgang klíkna í borginni.

Eftir því sem segir á vef Berlingske Tidende fylgist lögregla nú með 14 innflytjendaklíkum og 162 aðilum sem tengjast þeim og hafa haft sig í frammi á Kaupmannahafnarsvæðinu. Segir í frétt Berlingske að innflytjendaklíkurnar herji ekki bara á fólk úti á lífinu heldur séu þær farnar að nota aðferðir sem mafíuhópar hafa hingað til notað, að krefjast greiðslu frá eigendum kráa og veitingastaða gegn því að ekki verði herjað á staðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×