Erlent

Námuverkamenn leggja niður vinnu

Námuverkamenn í Suður-Afríku eru í eins dags verkfalli í dag til að mótmæla tíðum slysum og slæmum aðbúnaði í námum landsins.

Verkfallið nær til um 240.000 námaverkamanna í demanta, platinum, gull og kolanámum landsins. Reiknað er með að um 40.000 þeirra taki þátt í mótmælagöngu í Jóhannesarborg nú um hádegið.

Yfir 180 námaverkamenn hafa látið lífið í námuslysum í Suður-Afríku það sem af er ári. Ástandið er sérstaklega slæmt í gullnámunum þar sem metverð á gulli í heiminum hefur aukið kröfur um meiri framleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×