Fagnað við komuna til Bretlands 5. apríl 2007 18:41 Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira