Fagnað við komuna til Bretlands 5. apríl 2007 18:41 Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Fimmtán breskum sjóliðum, sem verið höfðu í haldi Írana í nærri tvær vikur, var fagnað við komuna til Bretlands í dag. Sjóliðarnir flugu frá Tehran snemma í morgun. Aðeins degi eftir að forseti Írans, tilkynnti að þeim yrði sleppt og sagði ákvörðunina gjöf til Breta. Sjóliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot fyrir þrettán dögum og vildu stjórnvöld í Íran að Bretar viðurkenndu að hafa farið inn í íranska lögsögu. Þeir neituðu því. Þegar flugvél sjóliðanna hófst á loft frá Tehran í morgun fögnuðu þeir ákaft og skáluðu í kampavíni. Flugvélin lenti á Heathrowflugvelli í Lundúnum fyrir hádegi að íslenskum tíma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir ánægju með farsæla lausn deilunnar en minntist um leið fjögurra breska hermanna sem létu lífið í árás í Basra í Írak í morgun. Blair lagði áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart Írönum og nefndi sérstaklega stuðning ýmissa ráðamanna í Íran við hryðjuverkamenn í Írak. Blair sagði engan samning hafi verið við írönsk stjórnvöld til að fá sjóliðana lausa. Deilan hafi þó opnað fyrir samskipti á milli þjóðanna sem skynsamlegt væri að nýta. Mahmoud Ahmadinejad tók við sem forseti Írans árið 2005 og óhætt er að segja að hann hafi reynst vestrænum þjóðum erfiðari í samskiptum en fyrrirrennari hans Muhammad Khatami. Hörð afstaða Ahmadinejad varðandi kjarnorkuáætlun Írana hefur aflað honum óvinsælda á erlendri grundu og hefur hann ekki hikað við að gefa út herskáar yfirlýsingar sem hafa áunnið honum fyrirlitningu meðal vestrænna þjóða. Ekki eru allir sammála um af hverju Ahmadinejad sleppti gíslunum en stjórnmálaskýrendur telja margir að hann hafi verið búinn að fullnýta áróðursgildi atburðarins og ekki viljað hætta á átök. Olíuverð fór hækkandi á meðan á deilunni stóð sem sýndi glöggt hve óttinn við átök er mikill. Flogið var með sjóliðana frá Lundúnum á herstöð nærri Devon í suðvesturhluta Bretlands. Þar var þeim ákaft fagnað af ættingjum sínum.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira