Erlent

Al-Qaida segist bera ábyrgð á árásum í Algeirsborg

MYND/AP

Hópur tengdur al-Qaida hryðjuverkasamtökunum segist bera ábyrgð á sprengjuárásum í miðborg Algeirsborgar, höfuðborgar Alsírs, í morgun sem kostuðu að minnsta kosti á annan tug manna lífið. Þá særðust að minnsta kosti 80 manns í árásunum.

Al-Jazeera sjónvarpsstöðin greindi frá því í dag að hringt hefði verið á stöðina þar sem greint hefði verið frá því að skæruliðahópur í landinu tengdur al-Qaida hefði staðið á bak við árásirnar. Frekar upplýsingar voru ekki gefnar að svo stöddu.

Talið er að reynt hafi verið að ráða forsætisráðherra landsins af dögum í einni árásanna því sjálfsmorðsárás var gerð á ráðuneyti hans í Algeirsborg. Ráðherran sakaði ekki.

Tiltölulega friðsamt hefur verið í Alsír undanfarin ár en spennan hefur farið þar vaxandi síðustu vikur eftir að öflugasta hreyfing herskárra íslamista tók upp róttækari stefnu á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×