Erlent

130 látnir í sjálfsvígsárás

Eitt fórnarlambanna er borið inn á spítala í Kirkuk í gær.
Eitt fórnarlambanna er borið inn á spítala í Kirkuk í gær.

Að minnst kosti 130 manns týndu lífi og 240 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Amirli í Norður-Írak í gær. Tuttugu borgarar eru enn týndir og óttast er að þeir hafi einnig látið lífið í árásinni sem er sú mannskæðasta í Írak síðan í apríl.

Fjöldi húsa í borginni eyðilagðist í árásinni og lágu margir fastir í rústum þeirra og einhverjir þeirra týndu eru taldir liggja þar enn. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir árásina í gær svívirðilegan glæp sem verði refsað harðlega fyrir. Hann segir andspyrnumenn ábyrga og árásina merki um vonleysi þeirra. Talsmaður Bandaríkjahers óttast fleiri árásir sem þessa á næstu vikum og þær verði líkast til verk öfgasinnaðra súnníta en líkast til hafi einhverjir úr þeirra röðum skipulagt og framkvæmt árásina í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×