Erlent

Sakfelldir fyrir umfangsmikið smygl á fólki

Sex karlar voru í dag í Uppsölum í Svíþjóð dæmdir í átta mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikið smygl á Írökum til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda.

Mennirnir voru hluti af smyglhring og tókst að smygla á bilinu 15-20 manns frá Írak til Evrópu en þeir reyndu jafnframt að smygla fleiri hundruðum til viðbótar. Upp komst um smyglhringinn í fyrra en hann hefur starfað frá árinu 2001 eftir því sem segir á vef sænska ríkisútvarpsins. Rukkuðu þeir hátt hátt í 750 þúsund krónur fyrir að koma fólki til Evrópu en hópurinn falsaði meðal annars vegabréf og dvalarleyfi fyrir fólkið sem hann smyglaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×