Erlent

Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt

Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað.

Ástæðan fyrir þessu er sú að bæði klæðskiptingar og kynskipitingar berjast nú fyrir því að verða viðurkenndur hópur samkvæmt taílenskum lögum.

Katoeys eða stelpustrákar hafa um nokkurt skeið verið viðurkenndur hópur í taílensku samfélagi en hefur hingað til skort lagaleg réttindi. Hópurinn hyggst nú nýta sér að verið að vinna að nýrri stjórnarskrá í landinu í kjölfar þess að herinn tók þar völd í fyrrahaust og fer hópurinn fram á að þriðja kynið verði viðurkennt í stjórnarskránni.

Með slíkri viðurkenningu vonast stelpustrákarnir til þess að auðveldara verði fyrir þá að fá almenn skilríki og vegabréf en það hefur verið vandkvæðum bundið vegna óvissu um kynferði þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×