Erlent

Býður bakið á sér fyrir auglýsingar

Breskur maður býður nú fyrirtækjum möguleikann á að auglýsa á baki sínu með húðflúri. Jonathan Mothers er 25 ára og vill fá 123 milljónir til að halda húðflúrinu á bakinu fyrir lífstíð. Mothers ætlar sér að ferðast fyrir peningana og segir að hann muni sýna bakið á sér eins mörgum og hann mögulega getur.

Jonathan er frá Blandford í Dorset og auglýsir uppátækið á Facebook. Hann sagði breska blaðinu Sun að hann hefði fengið gríðarleg viðbrögð og ef fleiri en eitt fyrirtæki vildu auglýsa, mynda hann skipta bakinu upp í hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×