Erlent

Reyktu áfram á dönskum öldurhúsum þrátt fyrir reykingabann

MYND/Teitur

Reykingingamenn í Danmörku létu reykingabann á veitingahúsum og krám sem tók gildi á miðnættti ekki á sig fá og reyktu áfram á stöðunum eftir því segir í Jótlandspóstinum.

Eins og greint hefur verið frá er töluverð andstaða við bannið í Danmörku og hafa yfirvöld komið til móts við gagnrýnisraddir og munu ekki sekta veitingahús fyrir brot á reykingabanninu út þetta ár. Það ræðst enn fremur í dag hvort samtök veitingahúsaeigenda á Jótlandi geti höfðað mál á hendur ríkinu vegna reykingabannsins en þeir telja brotið gegna eignarrétti sínum.

Veitingahúsaeigendur ætla jafnframt í dag að efna til mótmæla í Árósum gegn banninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×