Erlent

Hljóðupptökur frá yfirheyrslum í Guantanamo opinberaðar

Ráðamenn í Pentagon opinberuðu í dag hljóðupptökur af yfirheyrslum í Guantanamo flóa af tveimur varðhaldsföngum. Annar hinna yfirheyrðu var Hambali, leiðtogi í öfgahópnum Jemaah Islamiya. Hambali var höfuðpaurinn að baki sprengjuárás í næturklúbb í Balí árið 2002, þar sem 187 manns létust og 300 manns særðust. Útskrift af réttarhöldunum hafði áður verið opinberað en þetta er í fyrsta skipti sem hljóðupptökur frá Hambali birtast opinberlega frá því hann var handtekinn árið 2003. Pentagon birti einnig hljóðupptökur frá réttarhöldum þann 13. mars af Zubair, sem einnig er meðlimur í Jemaah Islamiyah. Zubair var ákærður fyrir að hafa fjármagnað bílasprengingu fyrir utan JW Marriot hótelið í Jakarta, þann 5 ágúst 2003, sem varð 12 manns að bana og særði 144.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×