Erlent

Meintum Al-Qaida liða sleppt

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Yfirréttur í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að ríkisstjórninni í Bandaríkjunum sé óheimilt að halda bandarískum ríkisborgara, Ali al-Marri, sem grunaður er um aðild að al-Qaida, án þess að kæra hann. Hann skyldi því látinn laus. Í dómsorðum sagði að með því að beita slíku valdi gegn borgurum væri verið að stefna stjórnarskránni og bandarísku þjóðinni í hættu. Ali al-Marri er um þessar stundir eini bandaríski ríkisborgarinn sem er í haldi þar í landi vegna tengsla við al-Qaida.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×