Erlent

Þriðja mest lesna blaðið

Danska fríblaðið sló auglýsingamet.
Danska fríblaðið sló auglýsingamet.
Danmörk Lesendahópur Nyhedsavisen, systurblaðs Fréttablaðsins í Danmörku, heldur áfram að vaxa. Samkvæmt nýrri könnun er blaðið með 550 þúsund lesendur, en í síðustu könnun mældist það með 503 þúsund lesendur.

Einnig sló blaðið met í auglýsingasölu í vikunni, eftir því sem fram kemur á vefsíðu danska dagblaðsins Børsen.

Fríblöðin 24timer og metroXpress eru bæði með meiri lestur en Nyhedsavisen, 24timer með 606 þúsund lesendur en metroXpress með 551 þúsund. Í fjórða sæti er síðan Jyllandsposten með 524 þúsund lesendur og önnur áskriftarblöð eru þar fyrir neðan.

Í borgunum þremur, Kaupmannahöfn, Árósum og Óðins­véum, er Nyhedsavisen samtals með mesta lesturinn. Sömuleiðis lesa konur á aldrinum 25-59 ára Nyhedsavisen frekar en önnur blöð. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×