Erlent

Sagt of blóðugt fyrir börnin

Spænska sjónvarpið er hætt beinum útsendingum.
Spænska sjónvarpið er hætt beinum útsendingum. AP

Spænska ríkissjónvarpið hefur hljóðlega hætt að senda út beint frá nautaati og rýfur þar með hefð sem staðið hefur allt frá því fyrstu tilraunasjónvarpsútsendingarnar hófust í landinu árið 1948. Er það gert á þeirri forsendu að hið blóðuga sjónarspil sé of ofbeldisfullt fyrir barnunga áhorfendur.

Ekki hefur verið sýnt beint frá neinu nautaati í sumar, aðeins klipptir útdrættir sem sýndir eru á síðkvöldum fyrir aðdáendur þjóðaríþróttarinnar. Margir í þeim hópi eru ósáttir við þessa meintu atlögu að mikilvægum hluta menningararfs þjóðarinnar. Einkareknar stöðvar senda eftir sem áður reglulega út beint frá nautaati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×