Erlent

Tóku stýrið af á 100 km hraða

Nokkrir ungir Danir gerðu sér leik að því að skrúfa stýrið af bíl sem þeir óku á 100 km hraða, taka myndir af öllu saman og setja myndskeiðið á netið án þess að gera skráningarnúmer bílsins óþekkjanlegt. Lögreglan brást skjótt við.

Fréttavefur Der Spiegel hefur eftir Der Nordschleswiger, dagblaði þýskumælandi minnihlutans syðst á Jótlandi, að danska lögreglan hafi verið fljót að hafa uppi á hinum tvítuga ökumanni bílsins. Hann eigi að sögn lögreglu hugsanlega yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að stofna mannslífum í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×