Erlent

Dönskum sjómönnum sleppt

Danica White. Óljóst hvort skipinu sjálfu var skilað.
Danica White. Óljóst hvort skipinu sjálfu var skilað.

Sómalskir sjóræningjar létu í gær lausa áhöfn dansks flutningaskips, sem var rænt er það var á siglingu á alþjóðlegu hafsvæði utan við lögsögu Sómalíu í júní.

Talsmenn danskra stjórnvalda greindu frá því í gær, að áhöfnin, fimm manns, gengist nú undir læknisskoðun á frönsku herskipi. Þeir virtust við þokkalega heilsu, miðað við það sem þeir höfðu gengið í gegnum.

Óljóst var að svo komnu máli hvort skipinu, Danica White, hefði líka verið skilað og hvort lausnargjald hefði verið greitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×