Erlent

Loka fyrir útsendingar BBC

Vladimír Pútín
Vladimír Pútín

Rússnesk yfirvöld lokuðu fyrir útsendingar BBC World Service á FM-tíðni í Rússlandi á föstudag. BBC getur enn þá sent út á langbylgju og á netinu í landinu. Flestir þeirra Rússa sem fylgjast með daglegri dagskrá BBC hlusta á stöðina á FM-tíðni. The Sunday Times greindi frá.

Með því að loka fyrir FM-útsendingar BBC er talið að rússnesk yfirvöld séu enn að refsa Bretum fyrir að hafa vísað fjórum rússneskum diplómötum úr landi fyrr í sumar. Lokunin fylgir þeirri stefnu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta að koma í veg fyrir útsendingar gagnrýninna og sjálfstæðra fjölmiðla í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×