Erlent

Herinn tafarlaust heim

Alls eru nú fimm þúsund og fimm hundruð breskir hermenn í Írak.
Alls eru nú fimm þúsund og fimm hundruð breskir hermenn í Írak. MYND/AP

Háttsettir ráðamenn í breska hernum hafa ráðlagt Gordon Brown forsætisráðherra að kalla allt herlið Breta frá Írak tafarlaust. Herforingjarnir tjáðu Brown að herinn gæti ekkert meira gert í Suður-Írak og því væri fyrir bestu að kalla þá fimm þúsund og fimm hundruð hermenn sem þar eru heim.

Brown hefur gefið það út að ákvörðun um framhaldið verði tilkynnt í október. Alls hafa 168 breskir hermenn látið lífið í Írak frá því að innrásin var gerð í mars árið 2003.

Brown tók við embætti forsætisráðherra snemmsumars eftir rúmlega tíu ára setu í fjármálaráðuneytinu, og hefur notið mikilla vinsælda fyrstu vikurnar í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×