Erlent

50 kíló af heróíni í bílnum

Tollyfirvöld í Búlgaríu fundu 50 kíló af heróíni í flutningabíl á fimmtudagskvöld.

Landamæralögregla stöðvaði manninn, sem er Tyrki en ók rúmönskum flutningabíl. Hann var á leið frá Tyrklandi til Búlgaríu þegar efnin fundust og var handtekinn. Rannsókn málsins stendur nú yfir.

Búlgaría fékk inngöngu í Evrópusambandið í janúar og hefur aukið landamæraeftirlit í samræmi við reglur sambandsins, og til að minnka eiturlyfjasmygl af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×