Erlent

Föst í banka í sex klukkutíma

Hin 73 ára Marian Prescher læstist inni í banka í sex klukkustundir eftir að hún var óvart lokuð inni á meðan hún skoðaði öryggishólf sitt.

Prescher, sem er sykursjúk, féll í yfirlið á meðan hún var ein í bankanum vegna þess að hún var ekki með lyfin sín á sér. Hreingerningarkona fann hana síðan meðvitundarlausa sex klukkustundum síðar. „Þeir gleymdu að hún væri þarna,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Hún hefði getað dáið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×