Erlent

Líkt við slysið í Tsjernóbyl

Fjórtán þorp í vesturhluta Úkraínu urðu í fyrrakvöld fyrir mengun eftir að eldur kviknaði í flutningalest með gulum fosfór þegar hún fór út af sporinu. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, Oleksandr Kuzmuk, líkti slysinu við kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl og sagði ómögulegt að spá fyrir um afleiðingarnar.



Átta hundruð íbúar voru fluttir brott. Hinum var ráðlagt að halda sig innandyra, drekka ekki vatn úr brunnum, borða ekki grænmeti úr görðum og drekka ekki mjólk úr kúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×