Enski boltinn

Benayoun framlengir

Ísraelinn sterki verður áfram hjá West Ham.
Ísraelinn sterki verður áfram hjá West Ham. MYND/Getty

Ísraelinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið West Ham til ársins 2012. Félagið er í eigu Íslendinga sem kunnugt er.

„Ég er mjög ánægður með samninginn,“ sagði Benayoun. „Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan ég kom til West Ham og eigum við bestu stuðningsmenn Englands.“

Hann þakkaði einnig Eggerti Magnússyni, stjórnarformanni West Ham. „Eggert er mjög metnaðargjarn og vil ég þakka honum fyrir, því samningaviðræðurnar gengu fljótt fyrir sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×