Enski boltinn

Verður Beckham valinn?

David Beckham vill komast aftur í enska landsliðið.
David Beckham vill komast aftur í enska landsliðið. MYND/Getty

Steve McClaren mun í dag kynna landsliðshópinn enska sem mætir brasilíska landsliðinu í æfingaleik á Wembley, sem og Eistlandi í undankeppni EM 2008.

Beckham hefur ekki verið valinn í landsliðið undir stjórn McClaren. „Eru dyrnar opnar fyrir Beckham? Ég sagði aldrei að þær væru lokaðar,“ sagði McClaren í gær.

Beckham hefur verið öflugur í liði Real Madrid undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×