Erlent

Brown: Annaðhvort ég eða Mugabe

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að hann muni ekki sækja ráðstefnu Evrópu-og Afríkulanda ef Robert Mugabe forseti Zimbabwe verði á meðal ráðstefnugesta. Brown segir að ástæðan sé sú að vera Mugabes á fundinum muni gera lítið úr honum, þar sem hann sé ábyrgur fyrir misnotkun á eigin þjóð, pyntingum og stórkostlegri kúgun á pólitískum andstæðingum sínum.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands segir að hann muni ekki sækja ráðstefnu Evrópu-og Afríkulanda ef Robert Mugabe forseti Zimbabwe verði á meðal ráðstefnugesta. Brown segir að ástæðan sé sú að vera Mugabes á fundinum muni gera lítið úr honum, þar sem hann sé ábyrgur fyrir misnotkun á eigin þjóð, pyntingum og stórkostlegri kúgun á pólitískum andstæðingum sínum.

Þetta eru fyrstu opinberu ummæli sem forsætisráðherran lætur falla um Zimbabwe frá því hann tók við embætti.

Ráðstefna Evrópu-og Afríkuríkja fer fram í Lissabon í Portúgal 8-9. desember.

Brown segir í viðtali við the Independent að sæti Breta verði autt ef Mugabe tekur þátt í ráðstefnunni, en Evrópusambandið hefur framlengt ferðabanni yfir Mugabe til Evrópu.

Nú eru sjö ár síðan ráðstefna Evrópu og Afríkuríkja var síðast haldin. Portúgalar sem halda ráðstefnuna segja að Mugabe hafi verið boðið vegna þess að það sé vilji leiðtoga í Afríku. Ef boðið yrði dregið til baka myndi að öllum líkindum ekkert verða af ráðstefnunni þar sem önnur Afríkuríki myndu líklega hætta við.

Á fundi Evrópusambandsins í næsta mánuði mun Brown hvetja aðra Evrópuleiðtoga til að sniðganga ráðstefnuna ef Mugabe verði þar. Þýskaland og Danmörk efast einnig um að forsetinn eigi að vera viðstaddur. Embættismenn í Bretlandi óttast þó að Brown standi einn eftir og ráðstefnan fari fram án hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×