Erlent

Gordon Brown vill tímakvóta á áfengissölu

Gordon Brown vill ekkert áfengi í verslunum á nóttunni.
Gordon Brown vill ekkert áfengi í verslunum á nóttunni.

Verslunum í Bretlandi gæti verið bannað að selja áfengi eftir klukkan 23:00 á kvöldin ef hugmyndir forsætisráðherrans Gordons Brown ná fram að ganga.

Brown vill meina að 24 tíma sala verslana á áfengi virki sem eldsneyti á ofbeldi meðal unglinga í landinu. Krám og veitingahúsum verður áfram leyft að selja áfengi eftir klukkan 23:00 en verslanir verða að sætta sig við áfengisleysið.

Þessi umræða skýtur skökku við þær hugmyndir sem menn eru með hér á landi um að koma áfenginu í búðirnar. Þ

Þessar hugmyndir forsætisráðherrans eru þó umdeildar en búist er við að Brown setji hugmyndir sínar um þessi mál fram á þingi fyrir jóli, aðeins tveimur árum eftir að áfengi var leyft til sölu allan sólarhringinn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×