Erlent

Opinberum byggingum og verslunum lokað á Gaza

Guðjón Helgason skrifar

Skólum, opinberum byggingum og verslunum var lokað í Gazaborg í morgun. Minnst sex týndu lífi í skotbardaga þar í gær þegar Fatah-liðar minntust þess að þrjú ár voru liðin frá dauða Arafats. Átökin eru þau verstu frá því Hamas-samtökin töku völdin á Gaza-svæðinu í júní.

Þrjú ár voru í gær frá því Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lést. Stuðningsmenn Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas forseta komu saman í Gaza-borg til að minnast þess. Fjölmennt var í miðborginni - tvö hundruð og fimmtíu þúsund Fatah-liðar - og höfðu ekki jafnmargir lýst stuðningi við Fatah á Gaza-svæðinu frá því Hamas-liðar tóku þar völdin í blóðugum átökum síðasta sumar.

Öryggissveitir Hamas-samtakanna skutu á mannfjöldann að sögn til að svara grjótkasti. Auk þess hafa Fatah-liðar einnig skotið á mannfjöldann. Áður en yfir lauk láu minnst sjö í valnum og áttatíu og fimm særðir. Vitni segja Hamas-liða hafa handtekið fjölmarga af þeim sem tóku þátt í göngunni.

Í morgun var þögnin ærandi í Gaza-borg. Skólar voru lokaðir, einnig opinberar stofnanir og verslanir. Abbas hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir aðgerðir Hamas-liðar viðurstyggilegan glæp. Flaggað er í hálfa stöng víða á palestínsku landsvæði.

Sérfræðingar segja atbuðri gærdagsins til marks um vaxandi áhrif Fatah og örvæntingu Hamas-liða. Fjöldi Fatah-liða á götum Gaza-borgar styrki umboð Abbas í friðarviðræðum við Ísraela í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×