Erlent

Danir ganga til kosninga

MYND/AFP

Danir ganga til þingkosninga í dag. Dagblaðið Berlingske Tidende birtir í dag Gallup könnun sem gefur til kynna að stjórn forsætisráðherrans Anders Fogh Rassmussen, haldi velli. Á síðustu metrunum hafa stjórnarflokkarnir Venstre og Danski þjóðarflokkurinn bætt við sig töluverðu fylgi.

Gangi könnun Gallup eftir fengi Venstre rúm tuttugu og átta prósent atkvæða og þjóðarflokkurinn rúm fjórtán prósent en svo mikið fylgi hefur sá flokkur aldrei fengið í kosningum. Þessi fylgisaukning virðist hafa verið á kostnað Nýja Bandalagsins, flokks, innflytjandans Naser Khaders, sem er við það að komast ekki inn á þing með tvö og hálft prósent atkvæða.

Samkvæmt könnuninni hafa þrettán prósent Dana enn ekki ákveðið sig. Á kjörskrá eru rúmlega fjórar milljónir manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×