Enski boltinn

Crouch verður áfram hjá Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Peter Crouch hefur nú fengið staðfestingu frá knattspyrnustjóra sínum Rafa Benitez um að hann verði ekki seldur frá félaginu í sumar. Framherjinn hafði verið orðaður við Newcastle undanfarna daga og því hafði verið spáð að Crouch yrði einn þeirra sem látnir yrðu fara í fyrirhugaðri tiltekt hjá félaginu í sumar.

"Benitez sagði mér að ég væri partur af framtíðaráformum hans með liðið og það er nóg fyrir mig," sagði Crouch í samtali við Sky í dag. Talið er að Benitez muni fá háar fjárhæðir til að versla með í sumar enda er metnaðurinn mikill á Anfield undir stjórn nýrra eigenda frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×