Þakka FH-ingum kærlega fyrir 24. september 2006 08:45 Leifur Garðarsson var allt annað en sáttur með spilamennsku Fylkis í Eyjum í gær. Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira