Þakka FH-ingum kærlega fyrir 24. september 2006 08:45 Leifur Garðarsson var allt annað en sáttur með spilamennsku Fylkis í Eyjum í gær. Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. Það voru samt leikmenn ÍBV sem voru sprækari allt frá fyrstu mínútu leiksins og gáfu Fylkismönnum aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Lokatölur urðu 2-0, heimamönnum í vil, og að lokum gátu Fylkismenn þakkað FH-ingum fyrir að hafa náð í stig í Grindavík. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hélt sér við þá taktík að hafa stóran mann í fremstu víglínu þrátt fyrir að Andri Ólafsson væri í banni en hann færði Bjarna Hólm Aðalsteinsson í stöðu framherja og hann átti fyrsta hættulega færið í leiknum en skot hans hafnaði í stönginni. Eyjamenn héldu áfram að pressa og eftir þunga sókn á 13. mínútu endaði boltinn í netinu hjá Fjalari markverði Fylkis og var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skilaði honum þangað. Eftir markið komust Fylkismenn aðeins inn í leikinn án þess þó að ógna hinum 15 ára markverði ÍBV, Elíasi Fannari Stefnissyni, verulega. Á 35. mínútu má svo segja að Ingi Rafn Ingibergsson hafi gert út um leikinn þegar hann bætti við öðru marki ÍBV og virtist með því slökkva endanlega í vonum Fylkismanna um að sækja stig á Hásteinsvelli. Í seinni hálfleik héldu leikmenn ÍBV uppteknum hætti og sóttu að krafti en Fylkismenn virtust frekar treysta á að úrslit úr öðrum leikjum héldu þeim í efstu deild. Það mátti samt litlu muna því hefði Grindavík tekist að skora á lokamínútunum á heimavelli sínum gegn FH hefði Árbæjarliðið fallið með ÍBV. Bjarni Hólm Aðalsteinsson átti hættulegasta færi Eyjamanna í seinni hálfleik þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Fylkis en Fjalar sá við honum. Elías Fannar þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV þegar Páll Einarsson átti góðan skalla að marki sem markvörðurinn sló í slánna. Lokatölur á Hásteinsvelli 2-0 í síðasta leik ÍBV í efstu deild að sinni. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég með óbragð í munninum eftir þennan leik. Við mættum aldrei til leiks í dag og það að treysta á einhverja aðra til að halda okkur uppi er mjög dapurt," sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, daufir í bragði eftir slakann leik sinna manna í Eyjum. Honum var samt létt þegar hann heyrði lokatölurnar í Grindavík. "Auðvitað var gott að heyra lokatölurnar og ég þakka FH-ingum kærlega fyrir þau, það er þó hægt að brosa út í annað á leiðinni heim. Hins vegar er alveg ljóst að við þurfum að vinna í okkar málum á næstunni, þetta var mjög, mjög lélegt í dag."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira