Erlent

Neyðarfundur til að semja um gasverð

Hvítrússar eru þegar farnir að safna viði til að kynda hús sín ef til gasskorts kemur.
Hvítrússar eru þegar farnir að safna viði til að kynda hús sín ef til gasskorts kemur. MYND/AP

Hvítrússnesk neyðarsendinefnd fer til Moskvu um hádegið í dag, til að reyna að komast að samkomulagi um gasverð fyrir áramót. Ef ekki næst að semja mun rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfa fyrir gas til Hvítrússa en þeir munu í staðinn loka leiðslum sem liggja um landið yfir til viðskiptavina fyrirtækisins í Evrópu.

Pólverjar, Þjóðverjar og Litháar sem treysta á rússneskt gas, hafa verið varaðir við því að framboð gæti skerst ef Hvítrússar loka leiðslum sínum. Álíka staða kom upp í ársbyrjun þegar svipuð pattstaða kom upp milli Gazprom og Úkraínumanna.

Fyrirtækið, sem er rekið af rússneska ríkinu, hefur krafið nágrannaþjóðina Hvítrússa um allt að tvöfalt hærra gasverð eftir áramót en slíka einhliða hækkun vilja þeir ekki sætta sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×