Erlent

Eiga ekki fyrir kind

Þessir drengir hafa verið sendir út af örkinni til að ná í kind fyrir hátíðina.
Þessir drengir hafa verið sendir út af örkinni til að ná í kind fyrir hátíðina. MYND/AP

Fjárskortur palestínsku heimastjórnarsvæðanna bitnar nú harkalega á sauðfjárbændum á svæðinu þar sem trúræknir múslimar hafa ekki pening til að kaupa kind til að fórna á Eid-al-Adha hátíðinni sem byrjar á morgun. Þeir múslimar sem geta, fórna þá kind, til þess að minnast vilja Abrahams til að fórna syni sínum.

Palestínskur efnahagur hefur þolað hvert áfallið á fætur öðru undanfarið ár, síðan Hamas-hreyfingin náði kjöri í kosningum í janúar síðastliðnum, og nú er svo komið að sauðfjárbændur selja 10 sinnum minna en undanfarin ár. Einn sem AP-fréttastofan ræddi við sagðist rétt hafa náð að selja 40 lömb þetta árið en í venjulegu ári seldi hann í kringum 500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×