Erlent

Varað við hundaæði í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa ráðlagt fólki að fara varlega í kringum flækingshunda og ketti, og einnig þvottabirni. Ástæðan er ótti við hundaæði. Á Staten eyju utan við Manhattan hafa í ár fundist þrjátíu og fimm dýr sem voru smituð af hundaæði. Það er á móti aðeins einu smituðu dýri á árinum 1997 til 2005.

Hundaæði smitast við bit og getur drepið fólk ef það fær ekki meðhöndun. Í síðasta mánuði var maður fluttur á sjúkrahús með smit, eftir að köttur beit hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×