Erlent

Flytja gerendur í einelti milli skóla

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi.

Skólayfirvöld í Svíþjóð ætla að breyta reglum þannig að hægt verði að flytja gerendur í einelti nauðungarflutningum í aðra skóla. Stefnt er að því að skólar geti gripið til þessa úrræðis strax á næsta ári.

Það er ekki óalgegnt að þolendur eineltis skipti um skóla til þess að flýja andskota sína. Þetta finnst Jan Björklund, skólamálaráðherra vera öfugsnúið, skólayfirvöld eigi að vernda þá sem verði fyrir aðkasti. Í desember á síðasta ári voru þrír piltar fluttir milli skóla vegna þess að þeir gátu ekki látið skólasystkini sín í friði.

Piltarnir vildu ekki láta flytja sig og foreldrarnir höfðuðu mál sem þeir unnu fyrir héraðsdómi. Jan Björklund ákvað þá að breyta lögunum þannig að hægt verði að losna við ofbeldisseggi. Frumvarp þar um verður lagt fram á sænska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×