Erlent

Einn af forstjórum Yukos grunaður

Rannsóknin á morðinu á fyrrverandi KGB-manninum Alexander Litvinenko hefur tekið óvænta stefnu eftir að rússneskir saksóknarar greindu frá því að Leonid Nevzlin, einn af forstjórum olíurisans Yukos, lægi undir grun.

Nevzlin var einn af nánustu samstarfsmönnum auðkýfingsins Mikhaíls Khodorkovskí en eftir að rússnesk stjórnvöld létu handtaka hann og gerðu Yukos gjaldþrota flýði Nevzlin til Ísraels. Á dánarbeði sínu sagðist Litvinenko fullviss um að Pútín Rússlandsforseti hefði gefið skipun um að sér yrði gefið eitur og því koma yfirlýsingar Rússa um að erkióvinir forsetans hafi mögulega staðið á bak við morðið nokkuð á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×