Upplausn í Mógadisjú 28. desember 2006 12:30 Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu sem þar geisar. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma til borgarinnar. Liðsmenn íslamska dómsstólaráðsins svonefnda hafa undanfarna daga hörfað undan stórsókn sómalska stjórnarhersins, sem nýtur öflugs stuðnings eþíópíska hersins. Í gær flýðu þeir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um höfuðborgina Mógadisjú einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, sagði í samtali við al-Jazeera sjónvarpsstöðina í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum rigna yfir hana til að myrða sómalska borgara. Uppreisnarmennirnir höfðu ekki fyrr haldið á braut þegar skotbardagar hófust í borginni. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar sem áður réðu þar lögum og lofum hafi verið þar á ferðinni til að tryggja yfirráð sín á ný. Fréttir eru þegar farnar að berast að gripdeildum og svo virðist sem Mógadisjú sé enn á ný stjórnlaus með öllu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði annan daginn í röð um átökin í Sómalíu, sem þegar hafa kostað hundruð mannslífa, en gat ekki komið sér saman um orðalag ályktunar þar sem Katarar kröfðust þess að þar væri skorað á allt erlent herlið að yfirgefa landið. Ýmis ríki, þar á meðal Bandaríkin, telja að hernaðaraðstoð Eþíópíumanna skipti höfuðmáli til að halda íslamistunum frá völdum, sem þau telja að tengist al-Kaída hryðjuverkanetinu. Þær grunsemdir fengu byr undir báða vængi í dag þegar hópur sem kallar sig "Íslamskt ríki í Írak" og tengist al-Kaída hvatti alla múslima til að styðja trúbræður sína í Sómalíu í baráttunni við óvininn, ýmist með því að senda þangað peninga eða vopn eða jafnvel taka þátt í sjálfum átökunum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, er stjórnlaus eftir að íslamskir uppreisnarmenn sem ráðið hafa borginni flýðu undan hersveitum ríkisstjórnarinnar í morgun. Hópur sem tengist al-Kaída skorar nú á fylgismenn sína að halda til Sómalíu og aðstoða trúbræður sína í stríðinu sem þar geisar. Borgarbúar fagna nú stjórnarhermönnum sem eru að koma til borgarinnar. Liðsmenn íslamska dómsstólaráðsins svonefnda hafa undanfarna daga hörfað undan stórsókn sómalska stjórnarhersins, sem nýtur öflugs stuðnings eþíópíska hersins. Í gær flýðu þeir borgina Jowhar og nú virðist baráttan um höfuðborgina Mógadisjú einnig töpuð. Sharif Ahmed, einn leiðtoga íslamistanna, sagði í samtali við al-Jazeera sjónvarpsstöðina í morgun að þeir hefðu ákveðið að yfirgefa borgina til að koma í veg fyrir að Eþíópíumenn láti sprengjum rigna yfir hana til að myrða sómalska borgara. Uppreisnarmennirnir höfðu ekki fyrr haldið á braut þegar skotbardagar hófust í borginni. Er talið að hinir gömlu stríðsherrar sem áður réðu þar lögum og lofum hafi verið þar á ferðinni til að tryggja yfirráð sín á ný. Fréttir eru þegar farnar að berast að gripdeildum og svo virðist sem Mógadisjú sé enn á ný stjórnlaus með öllu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði annan daginn í röð um átökin í Sómalíu, sem þegar hafa kostað hundruð mannslífa, en gat ekki komið sér saman um orðalag ályktunar þar sem Katarar kröfðust þess að þar væri skorað á allt erlent herlið að yfirgefa landið. Ýmis ríki, þar á meðal Bandaríkin, telja að hernaðaraðstoð Eþíópíumanna skipti höfuðmáli til að halda íslamistunum frá völdum, sem þau telja að tengist al-Kaída hryðjuverkanetinu. Þær grunsemdir fengu byr undir báða vængi í dag þegar hópur sem kallar sig "Íslamskt ríki í Írak" og tengist al-Kaída hvatti alla múslima til að styðja trúbræður sína í Sómalíu í baráttunni við óvininn, ýmist með því að senda þangað peninga eða vopn eða jafnvel taka þátt í sjálfum átökunum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira