Erlent

Íranar verða erfiðari í kjarnorkumálum

Íransþing samþykkti í morgun að "endurskoða" samband ríkisins við Alþjóðakjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna IAEA. Talið er líklegt að Íranar verði enn ósamvinnuþýðari eftir þessa "endurskoðun". Fjórir dagar eru síðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði viðskiptaþvinganir á Írana eftir að þeir neituðu að hætta auðgun úrans.

Meðlimir harðlínuflokks sem er í stjórn höfðu ítrekað hvatt til þess að alveg yrði skorið á tengslin við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ef viðskiptaþvinganir yrðu samþykktar.

Tillagan sem samþykkt var á þinginu í dag gekk ekki svo langt að rifta tengslunum algjörlega en líta má á þetta sem viðvörun um að samskiptin muni ganga enn stirðar en hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×