Erlent

Brúðkaupsplönin að bráðna

Hafís við Grænland.
Hafís við Grænland. MYND/HeS
Nýsjálenskt par er á hálum ís með brúðkaupshugmyndir sínar: að gifta sig á ísjaka undan ströndum Nýja-Sjálands. Í fyrsta lagi er of hættulegt að lenda á ísjaka nógu lengi til að gifta hjónaleysin, þar sem þeir bráðna mjög hratt og kollsteypast þegar jafnvægið raskast. Önnur hindrunin er lagaleg: væntanlegur lendingarstaður verður að vera innan við 12 sjómílur frá strönd landsins.

Fæstir borgarísjakarnir ná nógu nærri ströndinni til þess að brúðkaupið verði gilt þegar komið er í land á ný, sá nálægasti var tvöfalt lengra frá ströndinni.

Fjármögnunin er hins vegar ekki vandamál ef allt hitt er frágengið, þar sem parið hefur selt nýsjálensku tímariti birtingarréttinn að brúðkaupssögunni. Nú þarf bara að koma í ljós hvort parinu verður að ósk sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×