Erlent

Forseti Kenía afþakkar launahækkun

Mwai Kibaki, forseti Kenía, þurfti ekki á launahækkuninni að halda, segja þeir sem til þekkja.
Mwai Kibaki, forseti Kenía, þurfti ekki á launahækkuninni að halda, segja þeir sem til þekkja. MYND/af netinu
Forseti Kenía, Mwai Kibaki, hafnaði í dag launahækkun sem þingið hafði boðið honum, sem hefði nær þrefaldað launaupphæð hans. Kibaki á fyrir umfangsmiklar eignir og viðskiptafyrirtæki og er margfaldur milljónamæringur, í þjóðfélagi þar sem margir þegna hans draga fram lífið á minna en einum Bandaríkjadal á dag.

Kibaki sagði í dag að sér fyndist að "þrátt fyrir hin miklu framfaraskref sem efnahagurinn hafi tekið, þá eru önnur verkefni sem þurfa meira á peningum að halda."

Ef Kibaki hefði þegið launahækkunina upp á 186%, þá hefði hann komist í flokk hæst launuðu þjóðarleiðtoga í Afríku og fengið betur borgað en margur leiðtoginn á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×