Erlent

Curbishley nýr þjálfari West Ham

MYND/Reuters

Alan Curbishley hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sem er í eigu Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Curbishley var þjálfari Charlton þar til í lok síðustu leiktíðar en búist hafði verið við því að hann tæki við af Alan Pardew sem rekinn var úr starfinu á mánudag.

Fram kemur á heimasíðu West Ham að Mervyn Day verði aðstoðarmaður Curbishleys en báðir eru fyrrverandi leikmenn félagsins. Haft er eftir Eggerti, stjórnarformanni félagsins, að hann sé hæstánægður með að fá Curbishley í stöðuna. Hann státi af góðjum árangri sem þjálfari og dái félagið.

„Þetta er stór dagur fyrir West Ham og ég er viss um að við séum nú með rétta stjórnarteymið til þess að færa félagið fram á við," segir Eggert á heimasíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×