Erlent

Fuglesang á geimgöngu

Christer Fuglesang einbeitir sér að vinnu sinni um borö í Discovery-flauginni.
Christer Fuglesang einbeitir sér að vinnu sinni um borö í Discovery-flauginni. MYND/frá NASA

Fyrsti Svíinn sem hefur komið út í geiminn er nú á leið í spásértúr í geimgalla á 28 þúsund kílómetra hraða á sporbaug um jörðu. Christer Fuglesang, fer í kvöld við annan mann út fyrir geimstöðina, til að halda áfram að byggja hana, sem er megintilgangur ferðar geimskutlunnar Discovery.

Norrænir fjölmiðlar hampa Fuglesang hver öðrum hærra og segja hann fyrsta skandínavíska geimfarann. Þetta hlýtur að teljast frekleg móðgun við Bjarna Tryggvason sem fór út í geim fyrir nokkrum árum, þar sem öllum ætti að vera ljóst að hann er fæddur á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×